Já, hljómar kunnuglegar, pakningarnar milli snúðsins og sprengirýmissins :) þarf að skipta reglulega um, sem þýðir í raun það þarf að taka mótorinn í sundur, sem er svo sem ekki svo mikið vandamál.
Wankelmótor er 4 gengis mótor alveg eins og hver önnur bílvél. Ástæðan fyrir því að hann skilar svona miklu afli er að fyrir hverjar 360° sem vélin snýst er snúðurinn að skila afli í 270° á meðan að venjuleg 4gengis vél er að skila afli í 1/4 af hverjum snúning (180°af 720°)
Einnig er auðvelt að láta Wankel mótor snúast mun hraðar en venjulega 4 gengis vél.