Nú er Mal kominn aftur með sportbílafýlingin. Ég er alveg sammála þér að MR-2 fyrsta gerðin er flott og síðan verða þeir bara ljótari og ljótari. Nýji bíllinn er svo ljótur að hann gefur merkingu ljótt nýtt orð. Þ.e. þegar að þú ert að miða við eitthvað ljótt þá segiru þessi bíll er næstum því jafnljótur og nýji Mr-2 ;)
Eiginlega er sá elsti langljótastur að mínu mati en sá eini sem ég hef mögulega efni á í dag.
Mér sýnist að þegar talað sé um litla japanska sportbíla sé hann að hanga í bílum eins og MX-5 og CRX. Allt gjörólíkir en skemmtilegir bílar sem er hið besta mál. Vildi náttúrulega helst eiga MX-5 af þessum en það er ekki í dæminu núna. Annars er synd með útlitið á MR-2 þegar hinir eru meðal fallegustu japönsku bílanna.
Svo kitlar mig að geta kannski eignast bíl með miðjumótor. Geðveikt! :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..