Sælir, ég keypti mér VW Golf fyrir ca. 8 mánuðum, síðan hef ég alltaf verið að gjóa augunum á hina og þessa “gólfa”. Ég hef tekið eftir því að það eru ekki til margir 6cyl. bílar hérna enda er það alveg spurning hvort að það sé eitthvað vit í því að kaupa sér svo dýran “smábíl”. En allavega, ég sá síðan í dag eina gerð af Golf sem að ég hef aldrei séð hérna áður, og það var R32. Mér sýndist hann vera original og auðvitað með þessar æðislegu 18“ R32 felgur.

Mig langaði að forvitnast um hvort að þið hafið séð eitthvað af þessum bílum hérna á Íslandi.

p.s. þessi sem að ég sá var svartur.

Þessir bílar eru slatti flottir og hafa líka verið að fá góða dóma, sérstaklega hvað varðar aksturseiginleika. Það er reyndar eitt sem að mér hefur allt þótt við þá, og tók ég einnig eftir því þegar ég sá þennann með berum augum, mér finnst ”gólfinn" flottari 4. dyra. Hann virkar einfaldlega lengri og stærri.

…ég sá einu sinni á ebay, vél og skiptingu úr R32, vá langaði mig í það. Kostaði reyndar 7þ.$!!!
Kveðja,