Ég fékk þá flugu í höfuðið í síðustu viku, þegar toyotan fór að vera með meiri leiðindi við mig, að fá mér bara almennilegan BMW. Ég var að renna í gegn um söluauglýsingarnar á bmwkraftur.is þegar ég rak augun í þennan demant og féll fyrir honum á stundinni.

http://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?t=13680&postdays=0&postorder=asc&start=0&sid=cf289da82631edce7eca8bcd307d52e1

Ég hringdi í eigandann og var svo heppinn að hann átti leið um svæðið um kvöldið og auðvitað var ég æstur í að fá reynsluakstur. Við tókum smá rúnt og svo fór ég með hann inn í skúr hjá tengdó sem er bifvélavirki og hann skoðaði hann hátt og lágt. Ryð finnst ekki í bílnum nema undir bílstjórahurðinni sem er ónýt. Það er hinsvegar ekki vandamál þar sem önnur og fylgir með en hún er í fullkomnu standi. Vélin gengur eins og ný og bíllinn er mjög þéttur og skemmtilegur í akstri og það vantar ekki kraftinn.
Það má því nokkurn veginn segja að ég hafi fundið draumabílinn. En. Verðmiðinn er eitthvað sem nagar mig svoldið. 450.000 staðgreitt og óumsemjanlegt. Ég hef talað við reynda menn í viðskiptum með notaða bíla og allir vilja þeir meina að þetta verð sé allt of hátt.
En hvað segið þið?
No guts, no glory