Ódýrast er að gera þetta bara sjálfur, er ekki svo mikið mál. Ferð bara í Byko eða Húsasmiðjuna eða eitthvað svoleiðis og kaupir MDF plötu. Nærð þér í góða sög og sagar hana til. Síðan geturu náð í eitthvað efni úr einhverri efnabúð og sett utan um til að gera hana skemmtilegri útlits.
Ég smíðaði mér bassabox úr 22mm MDF (vel þykkt) og efnið kostaði ekki nema um 2500 kr, þetta er sennilega svipað mikið efni og þarf í svona skottplötu.
Ef þú kemst í góða stingsög (rafmagns) og smá sandpappír þá myndi ég ekki hika við að gera þetta sjálfur, það er ekki mikið sem þú tapar þá á því ef það mistekst :)
Það eina sem þú þarft að passa þig á er að ef það sem heldur plötunni uppi hjá þér núna (þessari orginal plast-plötu) er eitthvað frekar þunnt og veiklulegt að þú brjótir það ekki þegar þú setur MDF plötuna í og hoppar t.d. á hraðahindrun. Þú gætir þurft að styrkja það því MDF platan ásamt hátölurunum er orðin frekar þung.
Það er alltof mikið að borga 12 þúsund fyrir eitthvað sem þú getur gert sjálfur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..