ef kveikjutíminn á vélinni þinni er 8°BTDC þá þýðir það að neistinn kemur 8 gráðum áður en stimpillinn kemst í topp stöðu (TDC = Top Dead Center og B = Before)
þetta er reiknað út frá því hve lengi bensínið er að brenna út í öll skúmaskot cylinders, því það tekur nebbnilega smá tíma fyrir bensínið að brenna alveg,,, byrjar hjá kerti og fer síðan í allar áttir, þessar 8 gráður,, þær eru miðað við að bíllinn sé í hægagangi hjá þér, svo er kveikjuflýtir líka sem flýtir kveikjunni meira þegar þú ert kominn á snúning,, (meiri hraði á stimpli=meiri kveikjuflýting) einhver stakk upp á að setja frekar kubb í bílinn,, það sem margir þessir kubbar gera er að breyta þessari flýtingu… same thing…
Kveikjutíminn er ákvarðaður af eftirfarandi:
Tímun knastása
Bensíni
Hitastigi
Þjöppu
Snúning
Stærð stimpils
Slaglengd
Lögun sprengihólfs
Fjölda ventla
ofl ofl.
Ég á einhversstaðar formúlu til að reikna út optimal kveikjutíma en ég mæli ekki með að menn séu mikið að fikta í þessu að gamni sínu þ.e. ef engu hefur verið breytt í vélinni, þú getur prófað að flýta kvekjunni um 1 gráðu í senn og prófað, þú sosum rústar engu ef þú prófar bara stutt.. og bara finna hvort þú sért að fá meira power… skítt með eyðslu,, þegar maður er að sækjast eftir krafti skitpir eyðsla engu máli.. er það nokkuð? ;=)