Ég veit að það er ekki gáfulegt að vera setja einhverjar “oversized” felgur undir bílinn, hann verður auðvitað hastari við það. Hann er núna á original 16“ felgum og er mjög mjúkur þótt að hann sé með sport fjöðrun. Á móti kemur að mig hefur alltaf langað rosalega mikið í R32 felgurnar, þeir eru einfaldlega geggjaðar undir Golfinum. En það er spurning hvort að maður sé ekki að fórna aksturs-eiginleikunum. Það er eitt sem að ég finn að með þennan bíl, hann vill leita svolítið út úr beygjum þegar maður er á mikilli ferð, það er náttúrulega eðlilegt þegar það er svona stór vél í svona stuttum bíl, en ég hef lesið að það hjálpi helling að fá sér svona jafnvægisstöng eða eitthvað yfir fjöðrunina að framan (leiðréttið mig ef að þið teljið mig hafa rangt fyrir mér:). Mig langar mikið að prufa að setja hann á low-profile vegna þess að ég held að það minnki þetta líka aðeins.
Varðandi vélina, þá held ég að það eina sem að ég er heitur fyrir er annað hvort ”SC“ eða túrbína, þetta er náttúrulega dýrt dæmi og líka alveg spurning hvort að það sé ekki bara gáfulegra að kaupa sér annan bíl sem er aflmeiri, en á móti kemur að ég hef rosalega gaman af því að keyra Golfinn, hann er líka rosalega sportlegur (hann er með Oettinger kit allan hringinn og alveg samlitur). Varðandi aflið þá er ég búinn að finna það sem að mér lýst best á, allavega ef ég fer í ”supercharger":
http://www.hgp-turbo.de/Þetta er það kræsilegasta sem að ég hef séð fyrir VW, þeir virðast líka sérhæfa sig í VW/Audi.
Það er bara eitt sem að ég skil ekki, ef að þið hafið kynnt ykkur 6cyl. Golf bílana þá eru þeir með þessari VR6 vél og einnig V6, og virðast vélarnar vera mjög líkar, allavega nota þær mjög svipaðar hedd pakkningar, einnig eru þetta V-vélar sem eru með 15° angle. En aftur á móti virðast kertin ekki vera eins staðsett í þessum vélum. Á V6 vélinni eru þau öll 6 í einni línu en auðvitað skotið á ská til að geta gefið neista (þar sem að þetta er 15° V), en aftur á móti er VR6 vélin með kertunum raðað 2x3 (svipað og hefðbundin V-vél. Bílinn minn er með V6 mótornum.
Ég er með mikla draumóra varðandi þennann bíl, ég er einnig að spá í Brembo bremsum að fram, Gran Turismo pakkanum, hann kostar ekki nema $1300 í USA. Ég er búinn að vera að reyna að komast að því hvað þeir í Stillingu vilja selja mér þetta á, en ég er eiginlega búinn að gefast upp, það er alveg ömurleg þjónusta hjá þeim, þeir eru jú með umboðið fyrir Brembo en þeir hafa engan áhuga á því að athuga þetta fyrir mig. Það er alveg klárt mál að ég flyt þennann pakka inn sjálfur ef að ég er að spá í þessu.
Jæja, ég held að þetta sé að verða gott í bili,
Kveðja,
Sverrir D. Þ.