Það er meira en að segja það að smíða flækjur… það er mjög flókinn process að reikna þær út, og ég get lofað þér að þessi pústmaður kann það ekki,, og þó hann kunni það, þá þarf hann að vita upp á hár allt um bílinn þinn ef flækjurnar eiga að virka,,,
t.d. þarf hann að vita opnunar og lokunartíma á bæði inn og út knastásum hjá þér.. spurðu hann hvort hann viti það,, og þegar flækjur eru smíðaðar þá eru þær smíðaðar með aðeins einn snúning í huga… spurðu hvaða snúning hann smíði flækjurnar fyrir… og hverjar gráðurnar fyrir kóninn séu.. og hve langur kónninn sé og hvert rör… þetta er millimetraspursmál..og ef hann gefur þér upp gráður á kóninum, spurðu hve lengi bylgjan sé tilbaka að ventlum,, og spurðu líka hvort hann viti hver lengd soggreinarinnar sé á vélinni þinni…og hve langt sé frá útventli að opnun á heddi…og hvernig hann mæli það,,,
þetta eru bara örfá atriði sem þarf að vita til að smíða flækjur,, þe ef þær eiga að virka…
spurðu hann svo hve mikið flæði sé í gegnum þennan “kraftkút”.. og ef svarið er “mikið”,, þá er það ekki gott, því of mikið flæði er jafn slæmt og of lítið…