Það sem þeir gera er að þeir skera boddýið í tvennt og breikka það og lengja. Síðan bæta þeir við túrbínum og tjíningu á vélunum. Yfirleitt þegar að þeir breyta 911 turbo sem er standard 400 hö. Þá er hann kominn uppí 520 og breyta einnig loftflæði á bílnum mikið. Það sem mér finnst einna fallegast er þegar að þeir láta stóran fallegan spoiler aftan á turbóinn, stærri en hann er venjulega. Ruf held ég að hafi tileinkað sér svoldið 959 línu Porsche, En 959 var valinn bíll aldarinnar, verst að hann kostaði alltof lítið og framleiðslu var hætt. Eitt mesta afrek 959 var að fara lengstu leið yfir Góbí eyðimörkina, sem hafði þá aldrei verið farin á vélknúnum tækjum.
Ef þú skoðar 959 þá samsvarar hann sig ágætlega gagnvart útliti og hestöflum, því að hann er jú 520 hö. Spurning hvort að þeir hafi notað svipaðar vélar í sína bíla en mig minnir að það sé 8 lína twin turbo + intercooler. Það eina sem var gert við 959 áður en hann fór yfir eyðimörkina var að hækka hann upp og stærri dekk.