Ég myndi alls ekki nota low profile dekk sem vetrardekk. Ef þú ert að spá í vetrardekk, þá myndi ég ekki fara undir 70 seríuna (80 er standard dekk). Það er til dæmis 250/80R16. Ástæðan er einföld, eftir því sem miðju talan er lægri, því breiðara er dekkið miðað við hæð, sem lækkar bílinn, í snjó og ófærð, og getur líka minnkað grip á ís. Kveðja habe.
225/55R16 þýðir að breiddin á dekkinu er 225 mm, og að hæðin á dekkinu er 55% af þessum 225 mm eða 123,75 mm. Þegar talað er um hæð á dekki, þá er reyndar verið að tala um hæðina á gúmínu upp í felguna. Kveðja habe.
Ef hann ætti að fara uppí 225/70 þá þyrfti það eflaust að vera 225/70/13-14“ og þ.a.l. er það ekki það sem hann er að leita að. Býst við því að hann sé með 16” felgur sem hann vill henda dekkjum á og bíllinn ræður mjög líklega ekki við 225/70/16 hja honum.
Sjálfur keyri ég á 205/50/16 vetrardekkjum og það virkar bara helvíti vel. Reyndar svolítið harður þegar maður fer að keyra “sveitavegina” með holum og hæðum. En þessi bíll er líka gerður aðeins fyrir innanbæjarakstur (malbik). =)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..