Vetrar og sumardekk hafa mjög ólíka hönnun og hegðun. Í fyrsta lagi, þá eru gúmíblöndurnar öðru vísi í þeim. Þar sem sumar dekk eru ætluð til notkunar í meiri hita, þá er gúmíblandan í þeim harðari, sem gefur meiri endingu á dekkinu, einnig er munstrið hannað til að keyra á þurru eða regnvotu malbiki (fer eftir dekkjum hvernig nákvæmlega munstrið er), en svoleiðis munstur hentar illa í snjó og hálku.
Vetrardekk eru hins vegar með mjúka gúmíblöndu, og eru með munstur sem gefur hámarksgrip í snjó og ís. Um leið þá er fórnað gripi í bleytu, og endingu. Svo eru sum vetrardekk með nögglum, og skemma því göturnar þegar það er keyrt á þeim, án þess að það sé ís á götunni til að hlífa malbikinu.
Svo eru til heilsársdekk, sem eru sambland sumar og vetrardekkja. Gallinn við þau er að þau eru hvorki góð vetrar né sumardekk, en hins vegar, þá henta þau sumum.
Kveðja habe.