Vegna þess að í dag eru margir þættir teknir til greina við hönnun bíla.
1. Loftmótstaða: Bíll með litla loftmótstöðu eyðir minna eldsneyti, er hljóðlátari og kemst hraðar.
2. Öryggisatriði: Krumpusvæði, styrktarbitar og öryggi gangandi vegfarenda. Það að vera með húddskraut er í lagi en það má þá ekki vera of stórt, ekki eins og þotan sem prýddi að mig minnir Studebaker, of stór og of oddhvöss.
3. Viðhald: Plaststuðarar eru ódýrari og auðveldara að skipta um þá. Plastlistarnir á hurðum og stuðurum vernda þá fyrir innkaupakerrum og hálfvitum sem opna óvarlega á bílastæðum.
4. Tíðarandi: Fólk sem býr í borgum vill kannski ekki endilega 5m langann pramma sem er eins og skip í stýri og passar ekki í bílastæði.
Sjálfur vill ég eiga alvöru jeppa en ég myndi þá líka vilja snattara, Golf, Corolla eða Civic passa vel í bílastæði, eyða engu og eru alveg nógu rúmgóðir fyrir venjulegt fólk.
Ég held að þessir gömlu, “góðu” myndu ekki skora hátt á árekstrarprófum og miðað við eldsneytisverð þá myndi enginn keyra þá og framleiðslu yrði hætt um leið.
Bauksi
“Og hana nú” sagði graða hænan.