Varðandi túrbínu í Golf GTi
Ég fékk mér nýlega Golf GTi ´99 árgerð. Eins og flestir hér vita er túrbína í bílnum sem er 1800cc og 150 hö. Ég fékk þær upplýsingar við kaupin að maður ætti að láta bílin bíða í ca 2 mín eftir keyrslu til að láta túrbínunni að jafna sig. Hún fer í gang við 1800 snúninga. Ég var að velta fyrir hversu langt þetta gengur. Þarf ég t.d. að gera þetta ef ég var bara að keyra í 5 eða 10 mín og alltaf undir 3000 eða þarf kannski alltaf að bíða í 2 mín óháð því hvort maður var að gefa í eða ekki?