Vinur minn vann PS2 í Pepsi tappa (hann er durtur, ég veit =) og keypti sér Gran turismo 3 og stýri í BT þegar hann fór og sótti leikinn. Nú, við vorum heima hjá honum í dag og vorum að æfa okkur í Arcade mode en fórum svo í GT mode. Hann hefur aldrei áður spilað neinn Gran turismo leik en ég hef spilað bæði 1 og 2. Þegar við svo ætluðum að fara að kaupa okkur bíl var það fyrsta sem ég tók eftir að við höfðum 18000 credit á móti 10000 í fyrri leikjunum. Ég hugsaði með mér að það hlyti að vera hægt að kaupa ágætis notaðan bíl fyrir þetta. Svo þegar átti að fara að leita fann ég hvergi nokkursstaðar notaðan bíl. Einu bílarnir sem við gátum keypt sem virtust vera skítsæmilegir (þá er ég ekki að tala um Mözdu Demio eða neitt slíkt) voru tvær mismunandi Miötur og VW bjalla með 2l vél. Ég hugsaði með mér hvað væri í gangi. Nú jæja, við keyptum ódýarari Miötuna (16900)sem var þó kröftugastur af ofantöldum bílum. Við settum tölvukubb í hana sem jók hestafla fjöldann um fimm hestöfl, úr 126hö -> 131hö. Svo unnum við eitt race og fengum 1000 credit og léttum bílinn fyrir það. Samt er hann að virka voða takmarkað. Ég kom honum mest uppí 220 á test hringnum. Og hann er rúmar 10 sec í hundraðið!
Svo ég spyr, er hægt að kaupa notaða bíla sem hafa einhverja hesta undir húddinu eða verður maður einfaldlega að gjöra svo vel að sætta sig við ofantalda bíla til að byrja með?<br><br>——————————
<a href="http://kasmir.hugi.is/Hvati“ target=”_blank">Tékkaðu á síðunni minni…</a