Jæja .. þá er komið að því að selja bíl sem ég á eftir að sjá eftir.

Þetta er Fiat bravo árgerð 1998 3ja dyra 1600 cc. Hann er keyrður núna ca 124 þúsund km og í góðu standi. Nýbúinn að skipta um dempara, hann er með nýtt í bremsum að aftan og á góðum dekkjum.

Rafdrifnar rúður - Filmur aftaní - 120w sony hátalarar aftaní - álfelgur(mættu vera fallegri) - rafdrifnir hliðarspeglar - hiti í sætum - Þokuljós í stuðara.
Veit ekki um meira sem ég á að telja upp..

Annars er þetta mjög góður bíll, lipur og skemmtilegur akstursbíll í alla staði. Fallegur og grimmur bíll .

Verðhugmyndin er 500 þúsund.Endilega sendið mér PM með spurningum eða tilboðum.

Og varðandi þessar tröllasögur sem fara um ítalska bíla, I spit on them . Þessi bíll hefur ekki þurft neitt nema reglulegt viðhald þann tíma sem ég hef átt hann og hefur hann aldrei verið með nein leiðindi. Tek það meðal annars fram að ég er að fara að kaupa mér Ölfu fyrir peninginn sem ég fæ fyrir þessa elsku.. langar að prufa einhvað nýtt.

http://memimage.cardomain.net/member_images/8/web/824000-824999/824184_5_full.jpg
Klárlega