Ég er sko búinn að róta verulega í þessu máli. Nokkur e-mail og loks gafst ég upp og fór að hringja, þrjú símtöl!
Gamla góða evo liðið er ekki að klikka heldur tóku móðurfyrirtæki evo að sér dreifingu og áskriftir með þessum afleiðingum. Ég held að áður en þetta gerðist hafi ég alltaf talað við sömu frábæru konuna þegar ég verslaði áskrift en núna var þetta bara batterí af fólki sem þvældust hver fyrir öðru og klúðruðu hlutum þ.m.t. því að skrá mig sem áskrifenda þótt þau hafi rukkað mig. :P
Eins og ég sagði þá eiga júlí og ágúst blöðin að vera í flugi og svo á þetta að komast í lag. Ég fékk þó allavega þetta snilldar e-mail frá Lord Harry sem er eiginlega nokkuð kúl fyrir þessa litlu sál mína.
Ég fer kannski að skrifa greinar þegar bílaáhugaglóðin fuðrar upp með nýjum evo!