Staða eftir 1. keppnisdag er eftirfarandi:
1. Tommy Makinen á MMC Lancer EVO
2. Carloz Sainz á Ford Focus WRC
3. Harry Rovanpera á Peugeot 206 WRC
4. Petter Solberg á Subaru Impreza WRC
Mörg stóra nöfn dottin út og má þar nefna menn eins og:
Richard Burns á Subaru með brotna fjöðrun vinstra megin að framan
Marcus Gronholm á Peugeot með brotna fjöðrun
Toshihiro Arai á Subaru með brotna fjöðrun
Colin McRae á Ford skemmdi stýrisarm en gat lagað hann. Keyrði svo nokkra metra en þá brotnaði stýrirarmurinn og hann flaug af veginum í gegnum girðingu og slatta af runnum og endaði út af.
Keyrði svo aftur inn á veginn í gegnum runnana og girðinguna og stútaði framrúðunni á leiðinni en þegar á veginn var komið vísuðu framhjólin í sitt hvora áttina. Ekki gott mál en kallinn samt ekki á því að gefast upp og reyndi að keyra áfram en grillaði kúplinguna í látunum og varð að hætta keppni nokkur hundruð metrum frá enda sérleiðarinnar.
Didier Auriol velti og í kjölfarið kviknaði í bílnum