Snemma á þessu ári ákvað ég að hætta sem stjórnandi á þessu áhugamáli, og tilkynnti vefstjóra um það.
Það kom nýr stjórnandi inn og ég hélt að allt væri í góðum málum. Ég kíkti ekki við í nokkra daga en þegar ég skoðaði status þá stefndi allt í óefni. Ég hef því sinnt stjórnandastörfum síðan þá þó ég sé ekki mjög virkur á áhugamálinu í seinni tíð, í von að einhver myndi taka við.
Nú sínist mér að það sé kominn virkur stjórnandi á áhugamálið svo ég get hætt án þess að allt sigli í strand.
Ég þakka því fyrir mig og vona að áhugamálið gangi vel :)
kv. JHG