Blessaður, geri ráð fyrir því að þú sért með gamlan múrstein Volvo 240, eða þá 740. Allavegana hvort heldur sem er, þá er nóg pláss fyrir V8 undir húddinu á þessum bílum.
Þó að ég sé yfirlýstur chevy maður þá held ég að ford mótor myndi fara betur undir húddið, og þá eingöngu fyrir staðsetningu kveikjunnar. En hún er ef minnið svíkur mig ekki, framan á fordunum, en að aftan á lettanum. Uppá það að djöfla mótornum eins aftarlega og neðarlega og mögulegt er, þá er ford held ég málið.
Er einmitt að pæla í svipuðum breytingum á mínum, nema með V6 mótor.
Old Chevy's never die, they just go faster