Ég lenti í þeim leiðindum að öllum hjólkoppunum var stolið af bínum hjá mér í nótt (18-19júlí) við blokk í Fellahverfinu í Breiðholti.

Bíllinn er Toyota Corolla GT-i árg'88 og hjólkopparnir orginal og dýrir. (Þið kannist við þesskonar koppa, voru einungis á GT-i bílunum sem fluttir voru inn árið 1988).

Ástæða þess að ég set þetta hér upp er sú að ég veit að hér eru strákar sem fylgjast mjög vel með bílum sem eru á ferðinni.

Því vil ég biðja ykkur að hafa þetta í huga og senda mér póst (einzi@hugi.is) eða svara hér ef þið sjáið bíl sem þið kannist við af þessarar tegund(eða einhverri annarri) sem er kannski nýkominn á þessa orginal hjólkoppa.

Eins og ég segi þá eru hjólkopparnir orginal fyrir þennan bíl og ég þekki mína koppa aftur ef ég sé þá. Ég ætla mér að finna koppana aftur og því vil ég biðja ykkur að hjálpa mér.

ps. Allar upplýsingar eru kærkomnar hversu litlar sem þær eru.
Ekki vera ragir að benda á grumsamlega. Ég mun athuga allt.
(Ég mun af sjálfsögðu aldrei segja hver það væri sem gæfi mér upplýsingar ef svo kæmi til).

Berjumst gegn óþjóðalýð sem ræðst á bílana okkar.

Kveðja
- Einzi