virkilega gaman að sjá beina útsendingu frá rallycrossinu á skjánum um daginn!
það var keyrður öfugur hringur á brautinni í fyrsta sinn og greinilega búið að leggja mikla vinnu í að breyta og bæta allt þarna uppfrá - mann klæjaði í puttana! ;)
það var rigning og leiðindaveður þannig að það var mikið um slide sem gladdi augað
en það var kynnirinn sem hélt manni í góðu skapi allan tímann. maður sprakk oftar en einu sinni úr hlátri þegar hann kom með hvern gullmolan á fætur öðrum: “rauði bíllinn þanna tók framúr nr. 4”, “Té sport tjúnaður Yaris af þeim úr Mosfellsbænum” ofl ofl
þetta var ekkert ósvipað því og þegar Valtýr Björn fékk að lýsa boxinu í fyrra - en það var að vísu bara í eitt skipti ;)