Nú afhverju er það ? Hefurðu átt FIAT ?
Ég á FIAT Bravo í dag og er það einn allra skemmtilegasti akstursbíll sem ég hef keyrt miðað við verð. Einnig skemmir ítölsk hönnun ekki fyrir, og aldrei hefur þessi bíll verið til vandræða.
Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt að sjá hvað FIAT fær slæma útreið hér á landi. Allaveganna miðað við að þessir bílar eru í miklum metum t.d. í danmörku. Og oftast þegar fólk sem er að segja einhvað slæmt um FIAT, þá veit það oftast ekki um hvað það er að tala.
Ég bendi þér á að fara á carsurvey.org og skoða reviews sem FIAT fær, þau er flest nokkuð góð og þeir eru amk með betri umfjöllunn en mörg önnur bílafyrirtæki þarna.
Ég viðurkenni þó að bíllinn þarf meiri umhyggju heldur en t.d. Toyotur, en bílaáhugamenn hafa gaman af því að sjá vel um bílana sína. En það hefur aldrei verið neitt alvarlegt að hjá mér.