það veltur allt á ástandi og útbúnaði bílsins. Þú getur fundið riðgaðan, ljótan malibu sem eigandinn er feginn að fá eitthvað fyrir en ef þú ert með smá standard, þá getur þetta orðið dýrt, ef það er þá til sölu það litla sem er til hér á landinu. Margir af þeim sem eru að selja þá bíla sem eitthvað er varið í, en þarfnast uppgerðar, eru einfaldlega ekki í jarðsambandi og ætlast til þess að fá fullar hendur fjár fyrir mest lítið. Sammt er von. Það “detta” alltaf nokkrir góðir(sem eru rúnthæfir og oft vel það)á samgjörnu verði á hverju ári og þá geta menn verið að gera mjög góð kaup á verðbilinu 400-800.þús. Ég tala af reynslu þegar ég segi “Það er EKKERT sem jafnast á við að vera á draumabílnum” en það borgar sig að flýta sér hægt. En ef þú átt nóg af peningum………………… farðu í sumarfrí til U.S.A. og komdu með drauminn með þér.