Í fyrsta lagi, (I can't stress this enough) *Bílar bila*
Ég á bíl sem er þekktur fyrir lága bilanatíðni, samt hef ég eytt endalausum tíma undir húddinu, jafnvel útí vegkanti með gangstéttarhellur undir vélinni til að halda henni meðan ég losa hana til að komast að einhverju og laga!
Í öðru lagi, þá eru svona E30 tiltölulega einfaldir og bilanalitlir bílar, og það hjálpar að helvíti mikið af þeim var (og er) flutt inn hingað, svo partasölurnar eiga yfirleitt það sem mann vantar.
Það stærsta sem maður þarf að passa sig á með svona gamla bíla er body ástandið, því það er jafn dýrt á öllum bílum að pússa, sjóða, spartla, sprauta, etc..
Maður á að kaupa bíl útaf því hvernig hann lætur manni líða, ef maður fær enga ánægju útúr bílum eð akstri er alltaf hægt að fá sér corollu ;-)
three hundred people living out in west virgina, have no idea of these thoughts that lie within ya