Þetta eru sterkir og góðir bílar. Bila lítið, mikil reynsla af breytingum og hægt að gera þá allsvakalega. En V6 mótornum þykir sopinn góður, og er eyðsla í engu jafnvægi við afl.
Menn eru þó ekki á eitt sáttir um eyðslu sögur runneranna. Sumir vilja meina að þetta sé spurning um að skipta um súrefnisskynjara og vélarstillingar en aðrir segjast hafa prófað allt og ekkert breyti eyðslunni.
Í hvað ætlarðu að nota bílinn? Á að fara í sumarferðir? Ætlarðu að trylla upp jökla? Eða ætlarðu að keyra bara niður Laugaveginn og eftir Miklubrautinni?
Ef sumar ferðir eru málið þá þarftu varla meira en 36“.
Í vetrar ferðir ertu góður með 38”, en getur farið í 44“ eins og Jón ”Ofsi" Snæland og verður þá óstöðvandi.
En ef þetta á bara að vera innanbæjarbíll þá mæli ég með því að þú fáir þér AT dekk sem passa vel undir og skiptir kannski um gorma að aftan, þeir síga að aftan runnerarnir.
Bauksi
“Og hana nú” sagði graða hænan.