Sælir,
Ég var að fara skipta niður fyrir beygju um daginn í drossíunni minni og varð fyrir því óhappi að kúplingspedallinn dettur alveg í botn. Ég náði honum úr 5. gírnum og í frígírinn og þurfti að láta hann renna þangað sem ég gat lagt honum utan vegar en svo þegar ég botna kúplinguna núna gerist ekki neitt, nema pedallinn hreyfist. Þetta er VW Golf GL '97… Slitinn barki eða á þetta til að detta úr sambandi einhvurs staðar?
Hmmm?