Ok ég ætla bara að vara fólk við því að versla við hvaða bílasala sem er.. Til dæmis ætlaði ég um daginn að fara að kaupa mér bíl hjá bílasölu Guðfinns, bauð 800 þús í bílinn og allt í lagi með það síðan hringir karlinn og segir að boðinu hafi verið tekið. Jibbí hugsa ég og fer á bílasöluna til að skrifa undir og ganga frá, en viti menn, mann hel***** hafði bara skrifað 900 þús á samninginn án þess að ég væri búinn að samþykkja það, hann hafði bara hringt í konuna sem á bílinn og sagt að við hefðum bara tekið því að borga 900 þús fyir bílinn og ekkert mál. Þannig að ég labbaði bara út án þess að kaupa bílinn..
Ef karlinn hefði bara verið heiðarlegur hefði ég sjálfsagt borgað 900 fyir bíl hræið, þarna sjáið þið hvað fólk græðir á því að vera óheiðarlegt.
Allir töpuðu á þessu. Ég fékk ekki bílinn, konan seldi ekki bílinn og bílasalinn fékk engin sölulaun.
Mjööög svekkjandi!