Síurnar eru yfirleitt olíusmurðar bómullarsíur. Þær flæða oft aðeins meira en pappasíurnar en gera samt ekkert kraftaverk. Aðal kostur þeirra er að þær eru eilífðarbúnaður, þú þarft aldrei að kaupa aðra síu. Þú þarft hinsvegar að þrífa hana af og til og smyrja uppá nýtt.
Að skipta um pústkerfi á bíl getur kostað nokkra tugi þúsunda. Annars er það svo breytilegt eftir típum að það er líklegast best að hafa samband við pústverkstæðin og athuga.
Ertu að pæla í að hafa allt pústið krómað? Ég hef grun um að það væri töluvert dýrt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..