Subaru hefur sent út myndir af nýju Imprezunni, WRX STi Spec C, sem fyrirtækið mun senda FIA til að fá Rally (group N) homoligation.
FIA hefur samkvæmt reglum fyrir group N bíla samþykkt Japan-markaðs 2.0L vélina EJ20 en ekki 2.5L EJ25 sem er í STi bílunum fyrir USA-markað. Subaru hefur ekki gefið út hvaða vél verði í WRX STi Spec C, en gefið hefur verið út að group N lágmarkinu sem er 1000 framleidd eintök, verði náð á árinu 2005.
Nýji bíllinn verður léttari en sá gamli, þó að yfirbyggingin hafi verið styrkt til að gera hana stífari.
Ástæðan fyrir því að nýji bílinn er léttari en sá gamli er sú að í honum er þynnra gler, þynnra þak og ál skottlok.
Subaru segir að breytingar á forþjöppu og millikæli muni gera boxer4 vélina áreiðanlegri og þýðgengari.
Í nýja bílnum er einnig sterkari stífa milli dempara og þverslá aftur í til að auka stífleika bílsins.
Breytingar fela í sér vatnsúða á millikæli og loftkældann olíukæli.
Bauksi.
“Og hana nú” sagði graða hænan.