Ég var að velta einu fyrir mér,, þegar löggan tekur mann fyrir eitthvað, t.d. of hraðan akstur, af hverju spyrja þeir mann hvar maður vinni? hvað kemur það eiginlega málinu við? einhverjar hugmyndir?
ég hef bara aldrei lent í því…. alltaf bara þetta venjulega "hvert er verið að fara, er nokkuð verið að drekka, farðu varlega og hvert er tryggingafélagið ;) )
en ég get ekki með nokkru móti skilið hversvegna það kemur þeim við hvar maður vinnur…..
þeim kemur ekki rassgat við hvar þú vinnur. Þeir spurja oft af þessu ef þú ferð að rífast við þá, þá bara til að stoppa þig í vinnunni eða láta þetta bitna á samstarfsaðilum. Það er lang best að komast hjá þessu með því að renna glugganum einum sentimetra niður, rétta þeim ökuskírteinið og bíða bara, það má samkvæmt lögum, og samkvæmt lögum þá þarft þú ekki að yrða á þá
Þetta passar, vinnufélagi minn hefur lent í þessu. Verkstjórinn labbaði að honum og sagði að það væru lögreglumenn fyrir utan sem vildu tala við hann… auðvitað brá honum nú svolítið því hann vissi ekkert hvað var að gerast. Það koma í ljós að hann átti eftir að borga sekt. Þeir gáfu honum mánuð í viðbót til að borga hana.
Ég sendi fyrirspurn um þetta til lögreglunnar og hér er svarið:
Ástæða þess að spurt er um vinnustað er að á viðeigandi vinnuformi sem lögreglumenn fylla út er gert ráð fyrir því að það sé gert. Það er gert í þeim tilgangi að ef þarf að boða viðkomandi ökumann eða koma öðrum skilaboðum til hans. Þá þykir þetta góð leið að vita um vinnustað og koma þá skilaboðum til viðkomandi. Það er ekki um það að ræða að það eigi að hafa samband við vinnuveitanda til að koam höggi á viðkomanmdi. öll mál eru einkamál þess sem á í hlut.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..