Tyler Durden: The things you own end up owning you.
Bensínverð.
Nú er búið að hækka bensínverð um 4 krónur á líterinn hjá Esso og næstum öruggt er að hin olíufélögin fylgi þessu eftir. Ég spyr er ekkert tekið inn í reikninginn að krónan hefur styrkst um 2,1% á rúmri viku!! Hún hefur ekki verið svona há síðan í apríl. Ég hefði haldið að þegar krónan styrkist að þá fáist fleiri tunnur sem seldar eru í dollurum. Olíufélögin eru rosalega fljót að bregðast við verðhækkunum en þegar kemur að lækkunum þá virðist það taka marga mánuði. Þetta er algjört brjálæði að henda tæpum 120 fyrir einn líter, þegar þú getur keypt líterinn á í smásölu í USA á 42,54kr! Ég veit að það kostar eitthvað að flytja þetta inn en VÁ!! Hvað finnst ykkur?