Ég er að leita mér að nýjum bíl og í gær rakst ég á bíl sem ég er svolítið hrifinn af en er samt ekki alveg viss með. Ég er að leita mér að ódýrum og sparneytnum bíl og var helst að spá í Primeru, Almeru eða Corollu á svona ~400 þúsund þegar ég rak augun í VW Polo árgerð 2000. 5 dyra týpu með 1000 vél og heilt 51 hestafl. Ég hef nú aldrei verið neinn sérstakur VW aðdáandi (en heldur enginn hatandi) og aldrei spáð mikið í þessa bíla. Þess vegna spyr ég ykkur, eru þetta ekki bara ágætis bílar? Er eitthvað sem ber að varast við kaup á þessum bíl, þ.e.a.s. er eitthvað sem á það sérstaklega til að fara og slitna og þar fram eftir götunum?
Allar upplýsingar eru vel þegnar, já sem og bílar á þessu verðbili ;)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _