Það er margt sem getur haft áhrif á þetta. Meðal annars slaglengd vélarinnar, lengd stimpilstanga, blöndur, valve float ofl.
Svo er annað sem menn gleyma oft en það er hvar vélin er að skila sínu. Ef hámarksflæði inná vélina er ekki meira en svo að það fer að vera takmarkandi á hærri snúning þá er til lítils að vera að snúa rellunni meira.
Ef við tökum dæmi með TPI innspítingu. Hún er hönnuð til að skila sínu á lágum snúning en verður hamlandi í kringum 5000 snúninga. Small block Chevy þolir hinsvegar töluvert meiri snúning. Það er til lítils fyrir framleiðandan að setja snúningshraðamælin við 6000 þó vélin þoli það þegar innspítingin ræður ekki við það.
Með því að skipta út nokkrum hlutum í TPI innspítingunni geta menn hinsvegar farið að snúa dótinu :)
En ef ég væri þú myndi ég ekki vera að setja vélina uppá toppsnúning, og helst halda mig nokkuð neðar en það.
JHG