Er þetta djók?
Allavegana, turbó getur bætt við helling ef menn vita hvað þeir eru að gera. Kostnaður er samt nokkuð mikill.
Kraftpúst: Það er ekkert til sem heitir kraftpúst! Þetta er orðskrýpi sem hefur eflaust verið fundið upp af sölumanni til að plata kaupendur. Þú getur verið með opnara púst, stærri rör og opna kúta en verður alltaf að hugsa um heildarkerfið (frá loftsíu útum púströr). Fretkútar á óbreyttri vél skila ekki miklu, og geta jafnvel gert illt verra.
Ég efast stórlega að önnur tölva geti aukið aflið um 50 hross á ekki stærri n/a mótor.
Það er náttúrulega hægt að rífa allt úr bílnum til að létta hann en ég held að fáir myndu gera bílnum sínum það. Meira vit í að selja bílinn og kaupa keppnisbíl ef það er málið.
“Götinn í racing pedulum gera það að verkum að það er minni vindmótstæða þannig að þú getur nelgt niður bremsum, bensíngjöf og kúplingu mikklu hraðar.”
Ef við gefum okkur að það sé rétt að vindmótstaða sé hamlandi á notkun bremsa, bensíngjafar og kúplingar, þá er munurinn svo sára lítill að hann er ekki mælanlegur nema með nákvæmustu mælitækjum. Hvort bíllinn sé 0,0001 sekúndu fljótari uppí 100 km hraða skiptir engu svo framarlega sem ekki sé um hreinan og beinan keppnisbíl að ræða.
JHG