Könnunin spyr hvort áhugamálið sé að deyja.

Ég tel svo alls ekki vera. Okkur vantar fleiri duglega greinarhöfunda en virknin er mikil hér.

Sem dæmi þá voru nær 60 þúsund síðuflettingar á þessu áhugamáli í maí og yfir 50 þúsund í júní (sem er mjög gott miðað við sumarmánuð en það dettur alltaf niður á sumrin).

Ef við skoðum flettingar á greinum þá eru þær ekki færri en var þegar mest var að gera hér. T.d. þá hefur greininni um unga ökumenn og kraftmikla bíla verið flett yfir 1600 sinnum þegar þetta er skrifað.

Það eru því margir sem koma hér við og lesa.

Áhugamálið er því alls ekki að deyja, okkur vantar bara fleiri góða penna.

JHG