Mig langar til að segja frá svolitlu sem ég lendi í þegar ég var nýkomin með prófið fyrir nokkrum árum. Datt þetta í hug vegna spurningar hérna inni um það hvort maður hafi stungið lögguna af.
Það sem gerðist var það að ég kom keyrandi á Bústaðaveginum og var alveg ægilega montinn með mig og ánægður með mig að keyra mömmu og pabba í veislu og vitandi síðan hefði ég bílinn fyrir mig og vini mína allt kvöldið. Jæja við keyrum eftir Bústaðavegi og minn er á heldur miklum hraða enda að flýta mér að skila þeim gömlu í veisluna. Krúsa á svona á 100-110 hraða þegar löggan kemur á móti okkur og gefur mér merki um að ég eigi að stöðva og það ætla ég að gera þegar annað foreldra minna segir ekki stoppa, stingdu þá af og það geri ég og þetta er eina skiptið sem ég hef stungið lögguna af og tel mig hafa verið heppin þetta kvöld enda náðu þeir ekki að snúa strax við og því náði ég góðu forskoti á þá.

Spurning mín er svo hvort foreldra minna sagði mér að stinga lögguna af og hvers vegna haldið þið það.

KV P