Jæja nú hef ég ákveðið að selja leikfangið mitt sem er Toyota MR2 Spyder árgerð 2002 ekinn 32 þúsund km.
Bíllinn er svartur tveggja sæta blæjubíll sem er auk þess með hörðum toppi. Bíllinn er með SMT skiptingu sem er kúplingslaus handskipting sem er að gera verulega góða hluti. Fyrir átti ég beinskiptan bíl af sömu tegund og er þessi engan vegin síðri með þessari skiptingu og ef eitthvað er, þá er þetta bara þægilegra. Sérstaklega þar sem bíllinn skiptir alltaf sjálfkrafa í fyrsta gír þegar stoppar er t.d á ljósum eða þegar maður er kominn á mjög lítin hraða, einnig skiptir bíllinn sjálfkrafa í N ef hann hefur staðið of lengi stopp í D. Þetta er það eina sjálfvirka við skiptinguna, annað er bara handvirkt sem er náttúrulega mjög gott. Maður er ótrúlega fljótur að skipta enda er það bara gert með smá tikki, auðvelt er að skipta niður um 2 gíra og leyfir skiptingin vélinni ekki að fara á yfirsnúning við slíkar aðstæður.
Það er fínn kraftur í þessu, bíllinn er 975 kg og 143 hestöfl. Þetta gerir 7 kg / hö sem er alveg ásættanlegt. Togið er 170 nm við 4400 snúninga.
Vélin er 1,8 lítra VVT-i miðjuvél sem er ansi skemmtilegt, þar sem bíllinn er afturhjóladrifinn með driflæsingu(LSD)
Bíllinn er á nýlegum heilsársdekkjum en með fylgja Yokohamadekk 185/55 að framan og 205/50 að aftan. Afturdekkin eru orðin slitin.
Eyðslan á þessu er ekki neitt og hef ég náð honum niður í rúma 6 lítra í langkeyrslu annars rokkar eyðslan á bilinu 8-9,5 lítrar á hundraðið.
Búnaðurinn í mínum bíl er eftirfarandi
14" loftkældir diskar að framan og aftan
ABS
Tveir Airbag
Fjarstýrðar samlæsingar
Belti með forstrekkjara og álagsvörn
Rafmagn í speglum
Hægt að læsa bæði húddi og bensínloki með lykli inní bílnum( Nauðsynleg ef maður ætlar að skilja hann eftir topplausan)
Rauðir körfustólar
15 tommu álfelgur
Álpedalar
Leðurstýri
6 diska magasín og 4 hátalarar
Kasettutæki
Rafdrifnar rúður
Aflstýri
Rafdrifið loftnet
Svört blæja og samlitur harður toppur.
Myndir segja meira en þúsund orð
Síðan þessar myndir voru teknar hef ég skipt um perur og sett mjög flottar Xenon perur í hann, málað bremsudælurnar rauðar og sett glær stefnuljós á hliðarnar.
Bíllinn er merktur með USA MR2 merkingum í stað Toyota merkja sem er búið að fjarlægja.
Bíllinn er í 100% standi og fór nýlega í tölvuaflestur í P. Sam og var allt í góðu standi. Bíllinn hefur alltaf verið smurður reglulega.
Verðið er 1780 þús stgr sem er óumsemjanlegt og tel ég það nokkuð sanngjarnt þar sem sambærilegur nýr bíll kostar vel yfir 3 kúlur í umboði. Áhvílandi er bílalán sem stendur í 950 þús. og er mánaðarleg afborgun 25 þús. Bíllinn er með 2007 skoðun.
Allar nánari upplýsingar veiti ég í PM eða í síma 6973379