ég er að reyna að velja bíl fór nú í bæinn á laugardaginn til að kaupa mér en þá var bara næstum allt lokað.. ömurlegt að hafa allt lokað á laugardögum. en þetta er í júlí og fram yfir verslunarmannahelgi hjá flestum. en það stóð samt á mörgum stöðum að það væri opið á laugardögum en samt var allt læst og ekkert sem sagði manni að það væri lokað í júlí. allavega frekar slök þjónusta að nenna ekki einu sinni að setja miða í gluggan.
ég var alveg ákveðin í að kaupa octaviu, passat, boru eða kannski golf. en síðan prufaði ég svona Peugeot 206 og lýst mjög vel á hann.
getið þið sagt mér hvað þessar 1600cc vélar sem eru í Skodum og VW eru eyða í svona bæjarakstri.
og líka ef þið vitið hvað svona Peugeot 206 með 1400 vél er að eyða innanbæjar.