Ef maður er ekki viss um hversu mikill þrýstingur á að vera í dekkjunum á bílnum, er til mjög einföld leið til að komast að því.
Þú færð þér hvíta krít, og ferð á slétta götu/bílastæði. Svo krítarðu yfir munstrið á dekkjunum, keyrir eina bíllengd beint áfram og skoðar hvar krítin fer af munstrinu.
Ef krítin fer bara af miðjunni, þá er ofhart í dekkjunum. Ef krítin fer bara af hliðunum, þá er oflint í dekkjunum. En þegar krítin fer jafnt af öllu munstrinu, þá er réttur loftþrýstingur í dekkinu.
Kveðja habe.