Fyrsti bíllinn sem ég keypti var Volvo 144 árgerð 1973 en hann var keyptur til að rífa úr honum vél og gírkassa. Keypti hann af vinafólki, og Þegar ég spurði hve mikið hann kostaði þá sögðu eigendurnir mér að ég fengi hann á það sem ég væri með á mér, og það var 11 krónur og 70 aurar.
Ég skilgreini samt fyrsta bílinn sem 1985 módel af Suzuki SJ413 (langur Fox). Borgaði 430.000 staðgreitt fyrir hann febrúar 1989.
Ég var 16 þegar ég keypti báða þessa bíla.
JHG