Já, braut er alls engin lausn, en ég hugsa að það myndi minnka eitthvað.
Með einhverjar takmarkarnir þá sé ég bara hreinlega ekki hver ætlar að fylgjast með þessu.. er ekki megnið af þessum hjólaköllum á miklu kraftmeiri hjólum en þeir hafa leyfi á fyrstu 3 árin venjulega? Ég hef átt minn 200 hestafla í tæpt eitt og hálft ár núna (af 2 árum bráðum)og fengið eina sekt þegar ég hef keyrt hann, en 2 á öðrum bílum, eina tjónið sem ég hef valdið á honum var þegar ég rann í hálku í vetur og lenti á kanti, það var frekar dýr pakki en núna kann ég bara betur á þær aðstæður og lendi vonandi ekkert í þannig aftur .
Þeir sem ætlar sér að keyra hratt keyra hratt hvort sem þeir eru 5 sek í hraðann sem þeir ætla að vera á eða 40 sek. Síðan oftar en ekki finnst mér þessir bílar sem eru með svona lágar hestaflatölur vera óttarlegar dósir.. ekki myndi ég vilja lenda í slysi á Yaris,Polo,Swift,Justy eða þurfa taka frammúr jeppa með fellihýsi útá þjóðvegi á einu svoleiðis tryllitæki.
Var nú nýlega á ferð með félaga mínum á 1400 bíl og það var nú enginn draumur að fara frammúr öðrum bílum (Hjólhýsum, eldra fólki etc.) ekki að það hafi verið neinn hraðakstur í gangi, maður þurfti að sjá alveg auðan kílómeters kafla bara ef mann ætlaði ekki að stofna sér í lífshættu.
Ég viðurkenni alveg að ég hafi keyrt of hratt oftar en einu sinni en ég reyni þó alltaf að vera ekki að stofna öðrum í hættu en mér, ég er ekkert sikk sakkandi á milli bíla á miklabrautunni klukkan 4 á föstudegi eða álíka gáfulegt