DAGSKRÁ Á BÍLADÖGUM 2001
Bílaklúbbur Akureyrar býður ykkur hjartanlega velkomin á Bíladagana 15.-17. júní 2001. Hátíðin er fyrir löngu orðin vel kunn, enda hefur orðstír Bíladaganna borist víða og er það mál manna, að þeir séu bæði stærsta og besta dellumótið, sem haldið er á landinu ár hvert. Markmið Bílaklúbbs Akureyrar fyrir Bíladagana nú í ár er að sjálfsögðu að gera hátíðina þá bestu til þessa. Vonumst við því til þess, að Bíladagarnir megi verða ykkur bæði ánægjulegir og eftirminnilegir.
15.júní
Bíladagarnir í ár hefjast með ansi skemmtilegri nýjung sem er Auto-X.
Auto-x er bílasportið fyrir hinn almenna bíleiganda, allir geta tekið þátt á hvaða bíl sem er. Ökumaður er einn í viðkomadi braut sem afmörkuð er með keilum og keyrir á tíma. Þegar allir hafa keyrt einn hring þá sigrar sá sem er með besta tímann í sínum flokki. Það er keyrt í tveim flokkum, óbreyttir og breyttir. Í flokki breyttra bíla eru engar takmarkanir á breytingum. Óbreyttir bílar eru þeir bílar sem eru alveg eins og þeir voru þegar þeir komu úr verksmiðjunni. Allir bílar verða að vera skoðaðir á löglegum dekkjum og ökumenn með hjálma.
Skráning og nánari upplýsingar um viðburðinn sem slíkan fer fram í sima 462-6450
16. júní
Íslandsmeistaramótið í Olís-götuspyrnunni verður nú haldið laugardaginn 16.júní og fer keppnin að vanda fram á Tryggvabraut, einni af helstu umferðargötum bæjarins. Keppt verður í eftirtöldum flokkum:
Mótorhjól 750 cc og undir
Mótorhjól 750 cc og yfir
4.cyl. bílar
6.cyl. bílar
8.cyl. bílar (MC)
8.cyl. bílar breyttir (allar breytingar leyfðar)
Allt flokkur bíla
Götuspyrnan hefur reynst gríðarleg lyftistöng fyrir spyrnugreinar á Íslandi, enda skiptir fjöldi keppenda mörgum tugum. Í þessari keppni geta ALLIR verið með og haft gaman af. Meginreglan er sú, að viðkomandi ökutæki sé á númerum, hafi lokað púst og sé á DOT-merktum dekkjum. Skráning er þegar hafin í síma 462-6450 og er um að gera að vera með. ATHUGIÐ! Skráningu lýkur mánudagskvöldið 11. júní kl. 22.00. Einnig er hægt að skrá sig með tölvupósti til bilak@isl.is
Um kvöldið verður svo haldinn Burn-out keppni sem haldinn verður við slippstöðina og munu þar öll helstu tækin klára nokkra hjólbarða skráning er hafinn í síma 462-6450. Síðam verður tekinn hóprúntur umm bæinn , (SKOÐA NÁNAR)
17. júní
Þann 17. júní er svo loksins komið að hápunkti Bíladagan en það er sjálf bílasýning Bílaklúbbs Akureyrar, sú 28. frá upphafi. Sem fyrr verður bílasýningin haldin við Oddeyrarskólann á Akureyri og stendur frá kl. 10.00 til 18.00. Sýningin hefst með hópakstri nokkurra valinna ökutækja um bæinn, en við tekur markviss dagskrá, þar sem boðið verður upp á margþætta afþreyingu. Meðal nýjunga á dagskrá sýningarinnar má nefna Mustang festival en nýstofnaður Mustang klúbbur Íslands ætlar að hittast formlega í fyrsta sinn á Bílasýningunni. Það er ekki úr vegi þar sem Akureyri hefur löngum verið þekkt sem Mustang bær. Verðlaun verða veitt í sjö flokkum, þ.e. fyrir fallegasta bílinn, fallegasta fornbílinn, fallegasta sportbílinn, verklegasta jeppann, verklegasta keppnistækið, fallegasta mótorhjólið og nú í ár einnig fyrir fallegasta Mustanginn. Sem fyrr verða veitt verðlaun fyrir 1., 2., og 3. sætið.
Öllum er velkomið að hafa samband við sýningardeild Bílaklúbbsins með ábendingar eða tillögur um ökutæki, sem þeir vilja setja á sýninguna. Símar sýningardeildar Bílaklúbbsins eru 862-6450 og
462-6450. Einnig er hægt að koma fyrirspurnum til bilak@isl.is
The World Is Divided Into Two Kinds Of People: Those Who Have Tattoos, And Those Who Are Afraid Of People With Tattoos.