Jæja til að lífga soldið uppá þetta blessaða áhugamál ætla ég að starta svona þráð (ekki fyrsta skiptið) um hver er skemmtilegasti bíll sem þú hefur prufuð og einnig kannski sá leiðinlgasti!!

1.Rx-7 twin turbo- yndisleg græja sem er MJÖG gaman að leika sér og er nú til sölu.

2.Einhver Camaro beygla með stórri vél í rigningu, mín fyrstu kynni á RWD bíl voru góð.

3. VW bjalla '71 1300- Alveg hreinasta snilld að keyra þetta, endalaus sjarmi yfir honum og er nú til sölu!!

4. Nýr Econline- bara gaman að vera THE KING OF THE ROAD.

5.Yaris T-sport-sprækt kvikindi.

LEIÐINLEGUSTU

1.Suzuki Jimny-bara óþægilegur og manni getur ekki liðið vel í honum.

2. Nissan Almera 1,8 SSK og 323 ssk- báðir nýlegir en alveg en alveg rosalega máttlausir.

3.Ekki má gleyma Hr.Land Rover sem er bara ógeð!
Orðið lúxus held ég sé ekki til á Rússnesku(ekki örugglega rússnenskt :S ) og kannski maður þurfi að flétta uppá kraftur líka því það vantar líka.
Eyðir held ég soldið og svo hef ég séð að þeir eru ekki lengur það sterkir :(

4.Það tók mig smá stund að hugsa þetta en Nissan Micra (nýji) varð fyrir valinu.
Hönnunin á bílnum fynnst mér líkjast meira pöddu en nokkurntíma bíl og eftir 100 km hraða fer maður alvarlega að spá í að fara út að ýta (reyndar ssk) örugglega fínn fyrir gamlar konur eða kalla með hatta í borgarsnattið en ekki fyrir þá sem gera kröfur.

5.Lada Sport!- æjj ég var í vangaveltum með þennan bíl, hann er ódrepandi og hefur þjónar mörgum bændum í gegnum tíðina og virkar. En til lengdar er hann hundleiðinlegur í akstri og eyðir meira en ég drekk kók og þá er mikið sagt :S

Jæja hvað með ykkur?