Verð nú bara að kommenta aðeins á þetta tímareimarugl hérna… það kostar 20-30 þúsund að láta skipta um hana á verkstæði… ekkert flókið.
En ég er með bíl handa þér.
MMC Galant Glsi 2000 árg. ‘91 og skoðaður 06. Slappur vatnskassi, vatnskassi á partasölu kostar 5000, örlítill olíuleki af vél (gamall bíll…) það lekur ekki meira en hálfur líter af honum á 5000 kílómetrum. Tæknilega séð er ónýtt á honum brettið og bílstjórahurðin þó svo að þetta hafi engin áhrif á aksturseiginleika…
Ársgömul sumardekk undir honum og vetrardekk keypt 19.12.’03 fylgja (á nótuna).
Þú getur fengið hann á 80 þúsund sem er náttúrulega ekki neitt fyrir bíl skoðaðan út ‘06 og umgang af sumar og vetrardekkjum sem þú getur haldið þegar bíllinn fremur ’Harikiri'!
Smelltu hérna á þennan link til að sjá myndir