Þá er komið að formlegri stofnun SAAB klúbbs á Íslandi. Ætlum við að hittast á planinu fyrir aftan (vestan við) Hús verslunarinnar klukkan þrjú á laugardaginn 28. maí. Nú er því um að gera að taka upp tuskurnar og þvo og bóna SAABinn og mæta svo galvösk á stofnfund og hópakstur á SAAB um borgina.
Einnig væri gaman ef menn tækju saman gamlar SAAB myndir sem þeir kunna að leyna á. Allar SAAB sögur og spjall velkomið.
Látið þetta endilega spyrjast út til allra SAAB eigenda sem þið þekkið. Því fleiri því betra.
Með SAAB kveðju,
Tyrone