Ég veit ekki hversu miklu þarf að breyta til að setja SAAB vél á bjöllu gírkassa (eða hvort menn hafi yfirleitt sett SAAB vélarnar á bjöllu kassann. Það yrði sjálfsagt ekkert erfiðara að nota bara SAAB kassan, en þó skal ég ekkert um það segja. Hitt er svo annað mál að SAAB vélin er töluvert stærri um sig heldur en bjöllu vélin, bæði er hún stærri að rúmtaki og þar að auki vatnskæld.
Það er því ekki neitt íhlaupa verk að setja hana ofan í bjölluna. Þó stunduðu menn þetta víst soldið hér á árum áður, og reyndu þá gjarnan að nota túrbó vélarnar. Það væri sjálfsagt best fyrir þig að reyna að finna einhverja gamla bjöllu kalla og spyrja þá út í þetta. Jafnvel gæti Hrafnkell (á bílaverkstæði Hrafnkels) eitthvað hjálpað þér, en hann er helsti SAAB bifvélavirkinn á landinu. Gangi þér vel.