Já ég er að hugsa um að selja bílinn minn og kaupa mér einn dýrari, þetta er Toyota Corolla xli 1,6. Bílinn er árgerð 93 og er ekinn 149.xxx km. Ég lét skipta um kúplingu, bremsuklossa og vatnskassa ásamt því að ég lét taka upp vélina og skipta um stimpla og fleira í henni, en það heyrist smá glingur í henni en ekki mikið. Í bílnum eru tveir 300watta Jbl aftur hátalarar sem fylgja og svo er Pioneer Mp3 spilari í bílnum en ég er ekki alveg viss hvort ég muni láta hann fylgja eða ekki. Það eru aðeins tveir eigendur á þessum bíl með mér. Ég er eftir að skipta um tímareim í honum en ég ætla gera það sem fyrst ásamt því að fara með hann í skoðun. Bílinn er að brenna dálítilli olíu og er betra að hafa annað augum með því öðru hvoru. Ég er að vonast til að fá eitthvað í kringum 270þús stgr. fyrir hann en ég skoða auðvitað öll tilboð!!
Hérna eru nokkrar myndir af honum: http://public.fotki.com/GauiAG/toyota_corolla_93rg/
Til að byrja með svara ég aðeins hér þar sem síminn minn er í viðgerð :)
Kv. Dye