Nokkrir Riceboy bílar sem maður hefur séð:
-vínrauða Imprezan :)
-nokkrir Sunny með “GTi-R” húdd, og líka til bílar sem eru að þykjast vera GTi-R og ekki einu sinni með húdd sem líkist því
-ákveðinn Passat leigubíll
-Honda Civic 1.6VTi með einknúmerið TYPE-R
-hef heyrt um Imprezu með GT húddið, GT sílsana og GT spoilerinn, var komin með GT framstuðaran en án kastara (bara vantaði víst) og aftan á honum stóð GX ef ég man rétt…einhver séð þann rice? :)
-sá Honda Civic 92-95, rauðan, allan í svona límmiða tribal tattoos, einnig blá Impreza (venjuleg). Mér finnst svona “tattú” útum allan bíl bara alls ekki flott
-sá Nissan Sunny 1.6SR (ef ég man rétt) í vetur og á honum stóð SUNNY 2.0 GTI á sílsunum
-Toyota Corolla með stóran Turbo límmiða (úr Bílanaust?) á skottlokinu, krómstút á pústinu sem skrölti og fleira
-Hef séð ósköp venjulegan 318i bíl með M3 límmiða aftan á og stóran spoiler :/ why?
Einhverjir sem hafa séð fleiri bíla? Ég man eftir fleirum en nenni ekki að skrifa upp fleiri :)
Þetta er undirskrift