TH700R4 hefur verið notuð við mjög öflugar vélar. Hún er ekki gerð til að þola hvað sem er en það er varla hægt að kalla hana drasl fyrir það. Sjálfur er ég með svona skiptingu í 86 bíl og eina sem hefur klikkað er að parkið heldur ekki.
Ég veit samt að þegar 406 rellan fer niður þá verð ég að setja sterkari útfærslu af TH700R4 með henni. Það er líka ekki mikið mál, ég get fengið gríðarlega öflugar skiptingar fyrir lítinn pening, frá mönnum sem eru sérfræðingar í þessum skiptingum.
Ég fann nú ekki þann sem ég ætla að kaupa af í fljótu bragði (með linkinn heima) en það tók mig innan við mínútu að finna aðila sem er með þessar skiptingar á góðu verði sem eiga að þola 650hp (þekki ekki það vel til hans að ég þyrði að ábyrgjast hann en ég veit að það eru margir með mjög gott orðspor í þessum bransa).
http://www.thmonster.com/transmissions/heavyduty/700r4/index.htm