Ég er þriðji eigandinn af þessum bíl og hann er ekki keyrður nema 77þ. Það hefur alltaf verið hugsað vel um hann s.s. smurður reglulega, bónaður o.fl. Önnur hliðin á honum var spreyjuð fyrir um 2 árum upp á nýtt út af lakkskemmdum sem komu þegar það fuku smásteinar í þá hlið.

Hann er 3 dyra, mjög dökkfjólublár á litinn, með 1800 vél og er sjálfskiptur. Ekkert ryðgaður og allt í góður lagi að utan sem innan. Þessi bíll hefur aldrei bilað svo ég viti og það er búið að skipta um tímareim. Það fylgja sumardekk á álfelgum og vetrardekk á járnfelgum.

Listaverðið á þessum bíl er um 470þ, ef það er tekið tillit til þess hvað hann er keyrður lítið. Ég er að fara að fá mér dýrari þannig að ef þú ert að selja til að fá þér ódýrari þá gæti ég alveg skoðað það. Er mest spenntur fyrir Skoda Octavia, VW Passat/Bora, Opel Astra, Subaru Impreza o.fl. svipuðu. Komið bara með tilboð ef þið hafið áhuga.

hér er myndir,

http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture021.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture016.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture020.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture015.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture014.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture019.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture017.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture013.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture018.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture012.jpg
http://img.photobucket.com/albums/v206/rabbiz/Picture010.jpg